24.10.04

Ég viiiiildi að það væri hrekkjavaka á Íslandi. Ég er samt ekki enn komin með nógu flott læri til að geta sprangað um í Elviru búningnum mínum utan dyra. Það skiptir ekki máli. Ég gæti verið lamb guðs for all I care. Ég vil bara þessa hátíð. Ég er ekki að tala um eitt partý (þó ég myndi að sjálfsögðu mæta í slíkt), heldur allt heila klabbið! Gjöf eða grikk, ponsur í býflugnabúningum og klósettpappír í trén hjá nágrannanum!
Af hverju í alle verden taka klakabúar sig til og grípa Valentínusadaginn höndum tveim, á meðan Fonzie allra hátíða er haldið úti í kuldanum??

Engin ummæli: