29.10.04

Ég fór í gröfubílaleik áðan. Það var gaman. Ég fann mér vinalega, gula gröfu og elti hana frá gyminu og næstum því alla leið heim til mín. Ég var svo búin á því að mig langaði ekkert að taka fram úr henni og ég var ekkert að blóta greyjinu heldur. Stundum er þægilegt að vera slow. Ég held að mig hafi liðið eins og snigli. Ég held að sniglum líði líka vel.

Engin ummæli: