19.10.04

Ég er komin í hrópandi mótsögn við sjálfa mig. Ég keypti mér 6 stk stakar bómullar g-string nærbuxur. 3 svartar og 3 hvítar. Og það úr pakka! (utan á pökkunum er flottasti rass í heimi. Get ekki linkað á hann því að sloggi.com er ógeðisflash síða). Ég kaupi mér ALDREI stakar nærbuxur. Ég fæ útbrot og froðufelli ef ég er í nærbuxum og brjóstahaldara sem tilheyra ekki sama setti.
Til að byrja með ætla ég að ganga í þeim með hlýrabolum í sama lit. Sé til hvert ég leiðist þaðan. Hver veit. Eftir einhvern tíma gæti ég jafnvel farið að ganga í fötum sem tónera ekki.

*Pása*

HAHAHAHAHAHHAHAHAHA

Engin ummæli: