22.10.04

Ég er 23ja ára. Verð það reyndar á morgun líka, en það er merkilegt í dag vegna þess að þetta er fyrsti dagurinn sem þetta á sér stað. Ég á afmæli! Veivei.. Það er svo rosalega gaman. Einn dagur á ári sem ég á sjálf! Ekkert eins og jólin því að þá fá allir pakka og athygli. Þetta er dagurinn minn... tja, og Helga Bænarí víst líka... en samt fyrst og fremst MINN!
Ég er búinn að fá 2 pakka, báða frá Hr. Mon. Ég fékk klukkutíma nudd og baðstofu aðgang í Laugum (VEIIII) og báðar Vampire roleplay bækurnar úr Nexus! Þær eru svoooo svalar. Ógeðslega töff myndir og ég hlakka ekkert smá til að lesa þetta og spila svo seinna! Leave it to Einar að gefa mér dekur OG eitthvað sem höfðar til vampíru fetishins í mér OG roleplay nördsins.
Á eftir fer ég með ma og pa að versla gjöfina sem þau ætla að gefa mér. Kuldaskó á Benna bíl! Hann verður ekkert smá ánægður!

Góður dagur! Góður dagur!

Engin ummæli: