19.10.04

Ég dag er ég semi undead. Eftir allar pælingar mínar um hversu svalt það væri að vera vampíra, þá verð ég að segja að þetta eru viss vonbrigði. Ég er náttúrulega ekki algjörlega undead. Það gæti verið málið. Þetta gerist ef drottningar fara að sofa klukkutíma áður en þær eru vanar að vakna og fara í ræktina.
Í dag ætla ég að eiga smá me time, enda tími til kominn. Taka til, setja í þvottavél og fara í ljós.
Hversu slæmt er ástandið ef ég er farin að líta á það sem me time að setja í þvottavél?

Engin ummæli: