26.10.04

Úff. Ég er með harðsperrur allstaðar. Samningaviðræður mínar við stiga bera engan árangur frekar en ég væri kennari. Þeir fara hvergi. Ég þarf að staulast upp og niður kvikyndin með tárin í augunum. *sniff* kúlurasskúlurass. Gekk frá höndunum líka áðan svo ég get ekki lyft neinu upp án þess að skjálfa eins og gúrkusölumaður með Samkeppnisstofnunina í heimsókn.
Þetta er náttúrulega bara sjálfskapavíti, en ég gef mér samt fullan rétt til þess að væla. Ef ég væli ekki, hver gerir það þá fyrir mig?

Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna ég er að standa í þessu, þegar ég gæti drukkið djúsþykkni og skellt plástri á rassinn á mér. Fregnir herma að það séu meira að segja til megrunareyrnalokkar!

Þol, styrkur og endorfín elskan. Fyrir utan það.. að ef ég væri ekki alltaf með harðsperrur, hverju ætti ég ÞÁ að tuða yfir??

Engin ummæli: