30.10.04

Ekki gleyma því "að hata"!
Skrítið. Ýmiskonar fólk hefur tjáð sig um hversu ofnotað "ást" og "að elska" sé í orðaforða manna og kvenna. Þetta er orðið svo tuggið að bráðum fer það að nálgast klysjuna sem allir krakkar í 3.bekk í grunnskóla skrifa (eða þau okkar sem fengu að fara í skóla og kunnu þar að leiðandi að skrifa á þessum aldri) um stríð og mannvonsku. Þið vitið.. ófrumlegi textinn sem MS skellir ásamt innihaldslýsingu á vinalegar mjólkurfernur.
Sama fólk nefnir "hatur" og "að hata" aldrei á nafn í sama samhengi. Er þetta á einhvern hátt veikari orð, eða eru þau notuð í færri tilvikum? Ég stórlega efast um það.
Þau okkar sem höfum í alvörunni hatað, alveg eins og þau okkar sem höfum sannarlega elskað, vitum hversu báðar tilfinningarnar eru gegnumsýrandi og persónuleikabreitandi á öllum sviðum lífs þíns. Hvers vegna gleymist önnur, eins og ófríða stelpan í bekkjapartýi? Er þetta ef til vill vegna þess að main( stream ) fólkið sem sér sig knúið til þess að elskast með hinni klysjunni við hvert tækifæri hefur ekki enn haldið potluck þar sem þetta hefur komið upp?

That being said..

Djöfull HATA ég ofleikandi kellinguna með ýkta framburðinn í flísa auglýsingunni frá Húsasmiðjunni!

Engin ummæli: