20.10.04

Dagurinn í dag hófst á því að ég sá ókunnugan mann á nærbuxunum. Það var sem sagt skipt á búningsklefum í Veggsporti í dag vegna þess að sveittir verkamenn voru að gera við gufubaðið í kvennaklefanum.
Ég sem sagt æddi bara inn í minn venjulega klefa. Andskotinn að búast við því að ég geti lesið á morgnanna!

Annars hef ég góða tilfinningu varðandi daginn í dag. Við ljónið (Benni bíll) veiddum stæði fyrir utan skólann í morgun. Það hlýtur að boða gott.

Engin ummæli: