27.10.04

Ansans ári. Ég er með bólu og hún er stór. Þetta veldur mér mikilli hugarangist, þar sem ég fæ bara yfirleitt ekki bólur (og ef þær koma, þá get ég ekki látið þær í friði svo þær fara seint). Hver er þetta og hver er áætlun hennar? Ætlar hún að taka yfir allt andlitið? Kannski færa sig á nebbann svo ég fái kringlótt, rautt nef eins og viðbjóðurinn hann Pennywise?
*GASP*! Hún ætlar að breita mér í fjöldamorðstrúðinn úr It, með dauðaljósum og öllu!

Engin ummæli: