31.10.04

Ef þú segir síminn með útlenskum hreim.. Þá er eins og þú sért að segja sæði á útlensku..
Palli segir að það sé skrítið að fyrirtæki geti borið virðingu fyrir sjálfu sér með svona nafn og svona logo.
Ég horfði á Memento í gær með Einari, Palla, Maddlú, Dóru hans Maddlú og rosalega miklu nammi. Eftir að hafa eytt nokkrum klukkutímum í að hugsa um þessa mynd, þá hef ég komist að niðurstöðu.

Andskoti var gaurinn sniðugur að tattúvera á sig allar þessar upplýsingar! Kannski að þetta gæti nýst mér til þess að koma í veg fyrir stanslausar árásir sem ég verð fyrir sökum slapps skammtímaminnis og skerts athyglisspanns..

30.10.04

Ekki gleyma því "að hata"!
Skrítið. Ýmiskonar fólk hefur tjáð sig um hversu ofnotað "ást" og "að elska" sé í orðaforða manna og kvenna. Þetta er orðið svo tuggið að bráðum fer það að nálgast klysjuna sem allir krakkar í 3.bekk í grunnskóla skrifa (eða þau okkar sem fengu að fara í skóla og kunnu þar að leiðandi að skrifa á þessum aldri) um stríð og mannvonsku. Þið vitið.. ófrumlegi textinn sem MS skellir ásamt innihaldslýsingu á vinalegar mjólkurfernur.
Sama fólk nefnir "hatur" og "að hata" aldrei á nafn í sama samhengi. Er þetta á einhvern hátt veikari orð, eða eru þau notuð í færri tilvikum? Ég stórlega efast um það.
Þau okkar sem höfum í alvörunni hatað, alveg eins og þau okkar sem höfum sannarlega elskað, vitum hversu báðar tilfinningarnar eru gegnumsýrandi og persónuleikabreitandi á öllum sviðum lífs þíns. Hvers vegna gleymist önnur, eins og ófríða stelpan í bekkjapartýi? Er þetta ef til vill vegna þess að main( stream ) fólkið sem sér sig knúið til þess að elskast með hinni klysjunni við hvert tækifæri hefur ekki enn haldið potluck þar sem þetta hefur komið upp?

That being said..

Djöfull HATA ég ofleikandi kellinguna með ýkta framburðinn í flísa auglýsingunni frá Húsasmiðjunni!
Á laugardögum rætast fantasíur. Ristað brauð með smjöri og osti er t.d. algeng fantasía hjá mér...

29.10.04

Ég fór í gröfubílaleik áðan. Það var gaman. Ég fann mér vinalega, gula gröfu og elti hana frá gyminu og næstum því alla leið heim til mín. Ég var svo búin á því að mig langaði ekkert að taka fram úr henni og ég var ekkert að blóta greyjinu heldur. Stundum er þægilegt að vera slow. Ég held að mig hafi liðið eins og snigli. Ég held að sniglum líði líka vel.

28.10.04

Það stendur "GRIP 1335 0.5" á blýantinum mínum. Hann er bara 2 frá 1337!!!

27.10.04

Kafnaði næstum því á eigin munvatni. Hvað ætli minningagreinarnar hefðu sagt..
Ég á vin sem vinnur á Essóstöðinni á Ártúnshöfða (bensínstöðin MÍN því ég bý í Ártúnsholti. Nei. Það er ekki það sama og Árbær!). Mér finnst svo voðalega gaman þegar hann dælir á bílinn minn. Síðast þreif hann t.d. alla gluggana fyrir mig bara for the sake of it, á meðan ég var inni að borga. Þegar ég er eineygð þá spyr hann alltaf hvort hann eigi ekki að skipta um peru og ef ég bið hann um að fylla brummann, þá vill hann vita hvort hann eigi ekki líka að tékka á rúðupissinu og kannski olíunni.

Mig hefur lengi vel langað til þess að senda yfirmönnum hans tölvupóst og láta þá vita hversu frábær þessi dælimon er. Segja þeim að þeir eigi að hækka launin hans, gefa honum rjómaís og klappa honum á kollinn. Það er það drottningalega í stöðunni að sjálfsögðu! Eina vandamálið við þetta allt saman, er að ég hef ekki hugmynd hvað vinur minn heitir og það kemur ekki fram á heimasíðu Esso.
Tillögur?
Ansans ári. Ég er með bólu og hún er stór. Þetta veldur mér mikilli hugarangist, þar sem ég fæ bara yfirleitt ekki bólur (og ef þær koma, þá get ég ekki látið þær í friði svo þær fara seint). Hver er þetta og hver er áætlun hennar? Ætlar hún að taka yfir allt andlitið? Kannski færa sig á nebbann svo ég fái kringlótt, rautt nef eins og viðbjóðurinn hann Pennywise?
*GASP*! Hún ætlar að breita mér í fjöldamorðstrúðinn úr It, með dauðaljósum og öllu!

26.10.04Vöðvinn minn :o) Honum er illt í sér núna... Var með aðra mynd áðan, en ég skipti henni út vegna þess að lýsingin var skrítin. Ég leit út eins og naut á sterum..
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í gær labbaði ég framhjá 9 ára krakka sem kveikti næstum því í mér með sígarettunni sem hann var að reykja. Það var alveg óvart. Greyjið náttúrulega ný byrjað að labba og ekki komið með fullt vald á útlimum.
Það er engu að síður gott að sjá að æskan finni sér ný áhugamál í þessu kennaraverkfalli. Ævintýraland í nikótínsjokki er ekkert það sama og plain old Ævintýraland!
Úff. Ég er með harðsperrur allstaðar. Samningaviðræður mínar við stiga bera engan árangur frekar en ég væri kennari. Þeir fara hvergi. Ég þarf að staulast upp og niður kvikyndin með tárin í augunum. *sniff* kúlurasskúlurass. Gekk frá höndunum líka áðan svo ég get ekki lyft neinu upp án þess að skjálfa eins og gúrkusölumaður með Samkeppnisstofnunina í heimsókn.
Þetta er náttúrulega bara sjálfskapavíti, en ég gef mér samt fullan rétt til þess að væla. Ef ég væli ekki, hver gerir það þá fyrir mig?

Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna ég er að standa í þessu, þegar ég gæti drukkið djúsþykkni og skellt plástri á rassinn á mér. Fregnir herma að það séu meira að segja til megrunareyrnalokkar!

Þol, styrkur og endorfín elskan. Fyrir utan það.. að ef ég væri ekki alltaf með harðsperrur, hverju ætti ég ÞÁ að tuða yfir??
ÉG DREP ÞIG!!

25.10.04

Þetta ættu allir að athuga!
Ekkert smá mikið að gera hjá honum hundi þessa helgina!
Um helgina dýfði ég aðeins litlu tánni ofan í lífið. Varð eiginlega hálf hrædd við allar hálf nöktu og skjólgóðu stúlkurnar sem urðu á vegi mínum. 15 kílóa auka þétting er ekki sérstaklega áberandi nema þú sért í magabol og þvottapoka sem þú hefur skírt pils.

Annars var þetta snilldar helgi. Á föstudaginn skruppum við að gefa gæsunum og mávunum á tjörninni brauð. Ég er orðin einstaklega leikin í því að koma á stað slagsmálum. Á tímabili var mér samt hætt að verða um sel, þegar allar gæsirnar höfðu þrengt að okkur og engin undankomuleið sjáanleg. Ég var farin að halda að þær myndu éta mig þegar allt brauðið væri búið. Ég held ég hafi séð heimildamynd um morðóðar villigæsir á Discovery!

Ó.. nei bíðiði! Það voru víst morðóðir höfrungar í The Simpsons.

Svo gerði ég eitthvað meira börþdei stuff og endaði daginn á því að spila roleplay. Palli var að stjórna okkur í nýju ævintýri (hann stóð sig eins og hetja!) svo ég bjó til nýjan character. Hann heitir Cronck (stig og bolti ef þið vitið hvaðan nafnið er) og er caotic evil, half-orc barbarian. Ekkert sérstaklega klár en afskaplega stekur og finnst sérstaklega gaman að slátra mönnum, dýrum, plöntum, annars konar creatures og... tja.. flest öllu.

Á laugardaginn fór ég í karate, í afmælisveisluna mína og fékk köku, skrapp í smá stund til Maddlú í útskriftaveislu, fór út að borða á Rauðará með Einari og foreldrum hans í þeirra boði, fór svo í afmælis-/útskriftapartýið hans Magga og borðaði hann út á gaddinn, kíkti aðeins niður í bæ í eitthvað dæmi þar og druslaðist heim.

Á sunnudaginn vaknaði ég, fór í ræktina, hélt upp á afmælið mitt fyrir ömmurnar og afana og svo kíkti ég í heimsókn til Völu um kvöldið :o)

Upptalning er svo skemmtileg.. er það ekki? ;o)
Ég er með svo miklar rassperrur að ég lenti næstum því í sjálfheldu inni í bílnum mínum í morgun. Það var bara fyrir mikla þrautsegju og sjálfspyntingahvöt að ég náði að rísa að nýju.
Talandi um elsku Benna, þá þurfti ég að meitla hann út úr 10 tonna klakastykki í morgun. Ég sé ekki aðra skýringu en einhver hafi kastað cone of cold á hann stuttu áður en ég kom út. Bölvaður sértu Wee-bull!!!

24.10.04

Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, en ég hengdi upp norðurljósin. Það voru engin ský á himninum og það var eitthvað svo kalt. Ég ákvað þess vegna að gefa ykkur eitthvað fallegt til þess að horfa á. Ikea og Garðheimar eru líka byrjaðir að hengja upp sitt skraut og það væri bara sóun að geyma þau ofan í krukku í allan vetur.
Ég viiiiildi að það væri hrekkjavaka á Íslandi. Ég er samt ekki enn komin með nógu flott læri til að geta sprangað um í Elviru búningnum mínum utan dyra. Það skiptir ekki máli. Ég gæti verið lamb guðs for all I care. Ég vil bara þessa hátíð. Ég er ekki að tala um eitt partý (þó ég myndi að sjálfsögðu mæta í slíkt), heldur allt heila klabbið! Gjöf eða grikk, ponsur í býflugnabúningum og klósettpappír í trén hjá nágrannanum!
Af hverju í alle verden taka klakabúar sig til og grípa Valentínusadaginn höndum tveim, á meðan Fonzie allra hátíða er haldið úti í kuldanum??

Eg bjo til icosahedron úr svala thinkgeek dótinu sem Palli gaf mér í afmælisgjöf.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Fordómur!
Mér finnst ótrúlega kjánalegt að sjá fullvaxna karlmenn, eina úti að labba með svona preview af hundi. Þið vitið, svona pínu lítinn sem myndi ekki ná upp að hnjám ef hann flaðraði upp um konu!

22.10.04


Ég gaf mér armband úr svona kúluvél í afmælisgjöf. Það er með Nemó á!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Víííí.. búin að fá fleiri gjafir. Fékk Monsters manual II frá Daða og Rúnu. Það er algjör snilld :oD, svo gáfu ma og pa mér áður nefnd vetradekk og viðgerð á Benna bíl, ásamt þvílíkt flottum nike íþróttabuxum. Óli frændi gaf mér ótrúlega fína mynd af Lilo og Stitch sem hann teiknaði sjálfur. Ég ætla að hengja hana upp!

Hey já! Svo gaf tilboðsklúbbur MasterCard mér líka afmælisgjöf. 2 fyrir 1 á útgáfutónleika Nylon. *thíhíhí*
Finnst einhverjum öðrum ennþá skrítið að Halldór Ásgríms sé forsætisráðherra? Einhvern veginn sé ég alltaf fyrir mér Dabba Kóng eða Margret Thatcher þegar ég les "forsætisráðherra".
Ég er 23ja ára. Verð það reyndar á morgun líka, en það er merkilegt í dag vegna þess að þetta er fyrsti dagurinn sem þetta á sér stað. Ég á afmæli! Veivei.. Það er svo rosalega gaman. Einn dagur á ári sem ég á sjálf! Ekkert eins og jólin því að þá fá allir pakka og athygli. Þetta er dagurinn minn... tja, og Helga Bænarí víst líka... en samt fyrst og fremst MINN!
Ég er búinn að fá 2 pakka, báða frá Hr. Mon. Ég fékk klukkutíma nudd og baðstofu aðgang í Laugum (VEIIII) og báðar Vampire roleplay bækurnar úr Nexus! Þær eru svoooo svalar. Ógeðslega töff myndir og ég hlakka ekkert smá til að lesa þetta og spila svo seinna! Leave it to Einar að gefa mér dekur OG eitthvað sem höfðar til vampíru fetishins í mér OG roleplay nördsins.
Á eftir fer ég með ma og pa að versla gjöfina sem þau ætla að gefa mér. Kuldaskó á Benna bíl! Hann verður ekkert smá ánægður!

Góður dagur! Góður dagur!

21.10.04

Á leiðinni í skólann, þá lenti ég á ljósum fyrir aftan strædó. Aftast í gulu hættunni sátu litlir strákar sem voru eitthvað að gretta sig framan í mig. Ég ullaði alveg ógeðslega ljótt á þá. Þeir voru svo hissa að þeir snéru sér fram og hættu að geifla sig. Mér fannst ég fyndin.
Þetta er að vísu bara fyrir mig, en ég gef ykkur leyfi til að skoða ef ykkur vantar innblástur, hugmyndir eða að dissa mataræðið mitt ;o)

20.10.04

Ég er komin í lokaverkefnishóp. Vííí.. Mér lýst líka rosalega vel á hann! :oD Ég vissi að þetta væri góður dagur!
Urrrrr.. ég þarf að kynnast fleiri stelpum. Get kannski ekki haldið how to host a murder á afmælinu mínu því fallega parið fer til útlanda og Vala mín er að fara í partý. Vantar kvenfólk í hlutverk!
Dagurinn í dag hófst á því að ég sá ókunnugan mann á nærbuxunum. Það var sem sagt skipt á búningsklefum í Veggsporti í dag vegna þess að sveittir verkamenn voru að gera við gufubaðið í kvennaklefanum.
Ég sem sagt æddi bara inn í minn venjulega klefa. Andskotinn að búast við því að ég geti lesið á morgnanna!

Annars hef ég góða tilfinningu varðandi daginn í dag. Við ljónið (Benni bíll) veiddum stæði fyrir utan skólann í morgun. Það hlýtur að boða gott.

19.10.04

Ég er komin í hrópandi mótsögn við sjálfa mig. Ég keypti mér 6 stk stakar bómullar g-string nærbuxur. 3 svartar og 3 hvítar. Og það úr pakka! (utan á pökkunum er flottasti rass í heimi. Get ekki linkað á hann því að sloggi.com er ógeðisflash síða). Ég kaupi mér ALDREI stakar nærbuxur. Ég fæ útbrot og froðufelli ef ég er í nærbuxum og brjóstahaldara sem tilheyra ekki sama setti.
Til að byrja með ætla ég að ganga í þeim með hlýrabolum í sama lit. Sé til hvert ég leiðist þaðan. Hver veit. Eftir einhvern tíma gæti ég jafnvel farið að ganga í fötum sem tónera ekki.

*Pása*

HAHAHAHAHAHHAHAHAHA
Ég dag er ég semi undead. Eftir allar pælingar mínar um hversu svalt það væri að vera vampíra, þá verð ég að segja að þetta eru viss vonbrigði. Ég er náttúrulega ekki algjörlega undead. Það gæti verið málið. Þetta gerist ef drottningar fara að sofa klukkutíma áður en þær eru vanar að vakna og fara í ræktina.
Í dag ætla ég að eiga smá me time, enda tími til kominn. Taka til, setja í þvottavél og fara í ljós.
Hversu slæmt er ástandið ef ég er farin að líta á það sem me time að setja í þvottavél?

18.10.04

Hann Maggi minn, a.k.a Maddlú er hvorki meira né minna en 27 ára í dag! Ég óska honum til hamingju með það og vona að hann eigi eftir að nýta þessi þrjú góðu ár sem hann á eftir vel ;o)
Ööööö.. ég fékk bara 9,2 í miðannaprófinu í stöðuvélum. Var svo viss um að ég myndi aldrei fá undir 9,5. On the sucky side, þá er þetta töluvert betri einkunn en sú sem ég á eftir að fá fyrir 3D mazeið mitt... *bleh*


Svefngalsi at it's finest
Ég hef aldrei áður tekið eftir því hvað ég er með vinalegt hné...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

17.10.04

Mér er svo voðalega kalt. Ég sit undir teppi og skelf eins og gömul þvottavél. Veður.is segir að það séu 5°C úti, en það er einmitt svipað hitastig og er inni í ísskápum. Já, við búum í ísskáp og enginn virðist sjá neitt athugavert við það. Enginn nema ég. Ég er svo sérstök. Las það í bók sem ég keypti. Hún segir að ég sé falleg, vingjarleg og sérstök. Ekki eins og neinn annar. Merkilegt að bókin viti þetta allt saman. Kannski að hún segi mér hvaða tölur ég gæti valið í lottóinu ef ég les lengra. Mér er bara of kalt til að lesa. Ég er líka of gáfuð til þess að spila í lottói.
Mér er reyndar of kalt til þess að forrita Wolfenstein 3D án blóðs eða vondra kalla og hunda, en ég verð. Var löt í gær (Lesist, algjörlega scullfucked eftir smalltalk ógeiðsverkefnið).

16.10.04

Sko.. mér finnst einfaldlega ekki í lagi að þessi bakgrunnur sé notaður á heimasíður saklausra barna. Þessi neðri er að kúka og ég vil ekki einu sinni vita hvað þessi efri er að gera!!


Sorgleg saga úr samtímanum
- Endurgerð
Einu sinni voru nammi og nammi sem voru ástfangin.Allt í einu kom vond hendi og tók nammi upp! Nammi öskraði upp yfir sig..Í næstum því sama augnabliki var nammi komið upp í munn...Nammi leið eins og tíminn hafi frosið..
...Svo var þetta allt búið..

15.10.04

Andvarp? Hvað með æðarvarp..?

Ég er búin að hanga ein heima í allann dag að gera verkefni í forritunarmálinu sem hefði aldrei átt að vera fundið upp, dinner deitið ditchaði mig og ég hef ekki séð neina manneskju í allan dag. Ég er lasin og ég er bitur, en bygawd, ég á góðan kjúkling..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Og þá sagði sólin STOPP
Hættu þessu tuði
Ég er líkamsræktarfasisti. Ég veit það. Sem slíkur, þá pirrar það mig eins og gelgja með tyggjó, að hlusta á fólk væla um að það þurfi að koma sér í gott form, en gera ekkert í því. Það pirrar mig að hlusta á fólk kvarta yfir því hvað það er feitt á meðan það étur mars og drekkur kók. Það pirrar mig þegar fólk segist ekki hafa viljastyrkin í að hætta að borða óhollan mat. Það pirrar mig þegar ég sé kellingarnar í ræktinni labba á 5 km hraða á klst á meðan þær spjalla saman um að nú hafi þær farið 4x í viku í marga mánuði, en sjá engan mun á sér.
Það pirrar mig þegar fólk telur sér trú um að það sé til einhver auðveld og styttri leið í þessum málum. Fuck herbalife, Hollywood kúrinn, Landspítala kúrinn og megrunarplásturinn. Ef þetta væri svona einfalt væri ekki til feit manneskja á landinu!

Þú veist hvað þú villt. Þú veist hvað þú þarft að gera til þess að ná takmarkinu þínu. Hvað er vandamálið?? Ég held að helsta ástæðan fyrir því að þú sért ekki búinn að ná þangað, sé að þú fórnir langtíma markmiðinu þínu fyrir það sem þig langar í nákvæmlega núna. Þú átt ekki einu sinni eftir að muna hvernig þessi hamborgari var á bragðið eftir klukkutíma.

14.10.04

Ég: Sko.. ég skil ekki alveg þessa himna-pælingu. Þú átt t.d. að hitta alla ástvini þína þar. Eru þá allir eins og þeir voru þegar þeir dóu? Getur þú þá verið "eldri" en mamma þín og pabbi? Eru kannski allir bara á þeim aldri sem þeim leið best á? Hvernig þekkir þú þá ömmu þína ef hún lítur allt í einu út fyrir að vera tvítug?

Daði bróðir: Ósk mín, ég myndi ekkert stressa mig á þessu. Þú átt hvort eð er aldrei eftir að sjá himnaríki!

Mamma: .....segir lögfræðineminn!
Fátt þykir mér pervertískara en logarithma fetish, tja.. nema ef það væri kannski þessi setning:
"Repeated Integration by Parts with a Twist".
Veit ekki hvað það er, en hún hljómar bara skemmtilega dirty..
Æi hvað ég er andlaus eitthvað. Engar endur... engar engar.

13.10.04

Eagles may soar, free and proud, but weasels never get sucked into jet engines.
I don't want my eyes anymore..
Að sjálfsögðu er það í minn hag að fólk sé tiltölulega open-minded í sambandi við hluti og atburði sem ég þarf sjálf að sinna ef ég ákveð einn daginn að fjölga mér.....

...en... ARG!

12.10.04

Ófarir annara, ef þessir aðrir eru verulega pirrandi, eiga það til að kæta mig. Gerir það mig að kaldrifjaðri tík? Ef svo er, þá verð ég bara að læra að lifa með því eins og öðrum göllum. Ég er t.d. líka með drésalappir og stóran rass :oÞ
I love lamp

Ekki óvanaleg sjón á kvöldin; Ég og Emma laptop. The gruesome twosome..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hér er hún solo, elsku skinnið. Do not underestimate the power of pink chicks. Enda alltaf aftur á þessu wallpaperi..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

11.10.04

Á laugardaginn kíktum við í heimsókn til foreldra hans Andra Freys, Völu og Halla. Á einhverjum tímapunkti var kveikt á poppTíví og á meðan það var í gangi kom 2x sama ógeðslega lagið með sama ógeðslega myndbandinu (án gríns.. Klof atriðið á eftir að gefa mér matraðir). Lagið heitir Dragostea Din Tei (fann nafnið á vinsældarlista FM. Ég VISSI að ég myndi finna svona vanskapnað þar). Á leiðinni heim í leigubílnum fór ég að giska á hvað textinn þýddi.
Það sem ég kom upp með var eitthvað eins og:

Ég á bolta og hann er rosa fínn
Rosa rosa fínn
Rosa rosa rosa fínn

Ég var rétt í þessu að sjá hvað alvöru textinn þýddi.

Mín útgáfa var betri!
Elsku skeiðvöllurinn minn
Ég á svo stórt rúm að ég get týnt fjarstýringunni minni í því. Ég á svo stórt rúm að ég get legið í því á hvaða rönd sem er. Ég á svo stórt rúm að ef ríkið myndi sjá það, yrði ég að borga fasteignagjöld. Ég á svo stórt rúm að þegar það var í hælaskóm fann það olíu..
Híhí.. litlar ponsur tala eins og litlir hvolpar.
Annars er ég með krúttlegasta kennarann. Einn af þessum sem fólki langar til að hlaupa til og vefja sig utan um legginn á og láta hann svo labba um með sig fasta við löppina.. og gefa sér svo rúsínur og suðusúkkulaði! That guy is KILLING me.
Hann er alltaf að segja eitthvað sem myndi undir venjulegum aðstæðum fá mig til þess að segja "thíhíhí" þú sagðir [insert setningu]. Alveg ótrúlegt hvað ég hef náð að halda haus í þessum tímum.

- Ef þessi Turing vél á að gera það...
- Eins og þið sjáið þá er X-ið með lítið undir sér...
- Og nr.2...

*úff* Áðan benti hann meira að segja með miðjuputtanum (4 í binary). Þrátt fyrir þetta allt saman þá er hann yndi og snilldar kennari. Snilldarsnilldar.

10.10.04

Ómægoooot! Hún er bara með eina löpp!!
Auglýsingar
- Fólkið í Subway auglýsingunum er feitt og fólkið í McDonalds auglýsingunum er mjótt. Mér finnst þetta skrítið. Kannski rugluðust þeir á crewi í stúdíóinu...

- Glasið í Nupo létt auglýsingunni mjókkar í miðjunni eftir að hafa haft dótið í sér. Spurning um að nota bara einnota plastglös undir þetta...

- Ef þú átt Tuscon jeppa þarftu alltaf að keyra upp á jökul til þess að fá klaka í vatnið þitt. Kannski ég fái mér ekki þannig...

- Þú verður að smakka eldbökuðu pizzurnar frá ömmubakstri segja þeir. Ætli einhver brjóti á mér hnéskeljarnar ef ég neita?
Elva frænka, íturvaxni, ljóshærði aerobic þjálfarinn, flugfreyjan og háskólaneminn sem hefur búið í Þýskalandinu síðustu 14 árin (fyrir utan 1 ár sem hún bjó heima hjá okkur) ætlar að koma í heimsókn til okkar í eina viku. Komið með einhverjar sniðugar tillögur af skemmtilegum hlutum sem ég get gert með henni!

9.10.04

Það að kúka er mikið feimnismál fyrir flestar stelpur. Alveg hreint magnað. Ég get t.d. alltaf séð ef einhver stelpa er að gera nr.2 í skólanum hjá mér. Klósettin eru sett þannig upp að þú gengur í gegnum hurð og þar fyrir innan eru 3 básar og 3 vaskar. Ef ytri hurðin er lokuð og fyrir innan er einn bás upptekinn, er nánast öruggt að þar inni er stelpa sem óskar mér skjóts dauðdaga. Í gær fór ég inn við slíkar aðstæður til að sækja mér vatn og búa mér til prótein shake (með handhristara). Ég var frammi í þó nokkurn tíma á meðan vatnið var að kólna og svo á meðan ég var að hrista shakeinn. Á meðan heyrðist ekki neitt frá bás nr. 1. Stelpugreyjið hefur ekki þorað að koma fram og láta einhvern tengja andlit hennar við þessa athöfn.

Um daginn fór ég að sækja mér vatn og ytri hurðin var lokuð. Rétt áður en ég teygði mig í húninn opnaðist hún og við mér blasti stúlkugrey með eitthvern þann kindarlegasta svip sem ég hef á æfi minni séð. Þetta var bland af "guðminngóður draugur" og "kassastarfsmannagerfibrosi". Komst upp um hana sko.
Út af þessum svip, þá verður hún að eylífu brennimerkt í mínum huga sem kúkastelpan.

8.10.04

- Í dag skráði ég mig úr vísindaferð því að fólkið mitt hætti við að fara. Ég þarf líflínur.
- Í gær þurfti ég næstum því að taka próf í vitlausu sæti. Vá hvað það var óþægileg tilfinning
- Á miðvikudaginn táraðist ég yfir Americas Next Top Model (ég hef ekki tárast yfir sjónvarpsefni síðan Mufasa dó)
- Í fyrradag varð ég svo glöð út af engu að ég fór að hoppa, alein heima hjá mér

...Mikið er ég ánægð að enginn sálfræðingur eða geðlæknir sé að greina mig. Þetta er nefnilega örugglega svipað og með sjónina. Ég sá rosa vel, þangað til að ég fór til augnlæknis og komst að því að ég er með -0.25 á öðru og -0.5 á hinu. Núna get ég varla lesið bílnúmer á bílnum sem er að keyra fyrir framan mig nema að píra augun..
How much wood can a woodchuck chuck if a woodchuck can chuck wood??
Mig langar í rauðvín, jazz og axlanudd, osta, papriku, vínber og vatnskex. Mig langar í afslappaðan hlátur og pictionary. NÚNA

7.10.04

Kominn tími til að svekkja nýja lesendur...

...Vitiði hvernig bragð er af grænum hlunki?
PECAN HNETU!!

Híhíhí. Hvað ætli margir taki crying game atriðið í sturtunni í hvöld.
Þú ert óþekkt próf *flengj, flengj* Óþekkt próf!!

...refsaði stöðuvélum og reiknanleika..
Ég stalst í Jimmy, þó það sé ekki Jimmy dagur (karate í kvöld sem sagt). Vantaði að blása smá gufu. *Tjútjú* The little engine that could!
Núna er ég með bullandi samviskubit. Hversu heimskulegt er það að fá samviskubit yfir því að hreifa sig of MIKIÐ? Vandamálið er sem sagt það að ég þarf eiginlega að auka við kaloríuinntöku í dag. Veit einhver hvað það er erfitt að bæta við kaloríum af hollum mat? Það er enginn orka í þessu andskotinn hafi það....
Crazy is walking down the street with half a cantalope on your head, saying I'm a hamster, I'm a hamster
Geðveiki getur líka verið að ráðast á ferskt salat með remúlaði eins og danir gera.
Þar hafið þið það. Geðheilsa mín er ekkert í hættu þó mig langi að sjá Yu gi oh myndina.
Sá einhver annar þegar Fólk með Sirrý spurði formann samkynhneigðra stúdenta hvort honum þætti sexy að horfa á tvær konur í ástarleik?

6.10.04


Heimaföt. Snoopy bolur og þar sem ég geng aldrei í buxum á ég actualy sweat-skirt. Það eru litlu hlutirnir sem gera lífið jömmí! Sweat-skirt framleiðandifólkið á sérstakan sess í hjarta mínu..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Bill Cosby hefur verið gamall síðustu 60 árin eða svo..
Þegar ég var lítil, en hélt ég væri nógu fullorðin til að gera allt (lesist: í gaggó), þá gekk ég í víðum íþróttapeysum, dickies buxum og adidas skóm. Þegar ég var að fara í partý, þá fór ég í hettupeysu undir smash peysuna mína og setti á mig svartan eyeliner. Ég var alltaf með hátt tagl. Svona var bara lífið.

...Í dag eru litlar stelpur, sem halda að þær séu nógu fullorðnar til að gera allt, í mjaðmabuxum með g-stringið uppúr buxnastrengnum (eða rosalega stuttu pilsi og gammósíum), í efnislitlum bolum og háhæluðum, támjóum stígvélum.

Ég hef hér með ákveðið að gerast EKKI cool mom ef ég ákveð að fjölga mér einn daginn. Ég myndi aldrei hleypa 13 ára dóttur minni út í svona múderingu. Ég vildi ekki vita til þess að það væru góðar líkur á því að einhver færi að ota að barninu 5.000 kalli þegar það væri að bíða eftir strædó, þar sem það liti út eins og portkona..
Vá.. Ég er með svo loðnar lappir að ég gæti verið karlmaður....... sem hefur ekki heldur rakað á sér lappirnar í viku. Spurning um að taka miðjarðarhafskvenndið á þetta og skella sér í stutt pils og sleppa sokkabuxunum. Þá myndi virka ég geðveikt blóðheit og seiðandi.. ef ekki væri fyrir þær staðreyndir að ég er kaldrifjuð tík (no, not really) og ef ég færi léttklædd út í þennan fimbulkulda myndi ég frjósa föst 2 skrefum frá útidyrahurðinni.

5.10.04

Listin að fiska eftir hrósi..

Í partýi fyrir nokkru síðan...

Hún: Hey! Þú ert ótrúlega lík þarna.. leikonunni!!
Ég: Ha.. Hverri?
Hún: Æi þarna.. þessari áströlsku
Ég: Kate Winslet?
Hún: Nei.. henni þarna.. Sem var með Tom Cruse! Nichole Kidman!
Ég: HA?? Finnst þér það?? (*hugs* Bíddu.. ég er hvorki 20 kg né hávaxin.. og ekkert með svipaðan andlitssvip)
Hún: Já.. Það segja rosalega margir að ég sé lík henni þarna.. söngkonu í No Doubt
Ég: Gwen Stefani? (*hugs* WHAT!?? Segir fólk HVAÐ??)
Hún: Já, finnst þér ég ekki lík henni?
Ég: ööööh.. Tja.. ég hefði nú ekki séð það sjálf en kannski þegar þú minnist á það (var ekki búin að drekka nógu mikið til að vera ekki kurteis.. Sowwy guys..)

--- Seinna um kvöldið heyrði ég; ---

Hún: Hey! Þú ert ótrúlega lík þarna... Nichole Kidman!
Nýja fórnalambið: Ha!? Ég hef aldrei heyrt það áður
Hún: Já.. Það segja rosalega margir að ég sé lík henni þarna.. söngkonu í No Doubt......
Ég er með craving í infomercials og plómur...
Loksins hef ég komist að hinum sanna tilgangi náttfata!
Ég hef oft sagt að mér finnist náttföt hallærisleg. Það eru bara plebbar sem klæða sig í föt til þess að fara að sofa... tja.. nema ef þeir séu í sumargústaf eða einhverstaðar sem fólk sem á ekki naked rights* af þeim gæti komið valsandi inn hvað úr hverju..

Eftir að ég lagði mig (mátti það alveg. Ég var á bömmer og með túrverki. Þá má allt) hætti mér að vera kalt. Núna er ég valhoppandi um í stuttum, bleikum hlírakjól með hvítum röndum. Hann er úr bómullarefni. Tilfinningin er næstum því eins og að vera nakin.
Ég var að horfa á sjónvarpið frammi.. Og ég var næstum nakin
Ég var að teygja.. Og ég var næstum nakin
Ég var að elda... Og ég var næstum nakin
Ég er að skrifa pósk.. Ooooog ég er næstum nakin

The almost nakedness of it is inspiring..

*Úr Coupling

Svooona kalt.. *brrrr* Er í 2 peysum og bol. Var líka í úlpu áðan. Smá Einar Bárðafílingur í þessu. Have mercy on my soul..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég er komin heim á bömmer. Éta vínber og létt kotasælu og horfa cartoon network. Illa gert að láta mig taka ógeðispróf í svona ógeðisfagi.
Verið nú góð við mig því ég á svo bágt..

4.10.04

Heheh.. ég elska ljóshærðu CSI pjásuna.. Þessa sem var einu sinni strippari en rataði aftur inn á beinu brautina og fékk á dularfullan hátt háskólagráðu.
Hver önnur gæti talað um árekstur sem leiddi til dauða konu með svo getnaðarlegri röddu að tungan á henni er örugglega eins og forleikur á bragðið..

*hóst*

Ég meina... calculus!
Ég er í mömmuleik og ég er mamman. Og barnið. Og pabbinn... Hmm.. leifið mér að byrja upp á nýtt. *ræskj*
Valdasvæði mitt hefur að nýju aukist og nú er ég ekki aðeins drottning eigin léns, heldur líka kastalans heima.

Af því tilefni skrapp ég út í krónuna sem kemur sér ó svo vel og verslaði mér til óbóta.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hversu sorglegt og brjóstumkennanlegt (haha.. brjóst) það kann að hljóma að tæplega 23ja ára gömul (afmæli eftir 18 daga. Farið að panta dót handa mér á internetinu svo það komist tímanlega!!) snót sem borðar ekki óhollan mat (nema á laugardögum. Haldiði kjafti) geti gjörsamlega tapað sér af gleði með 6000 kall í höndunum í matvörubúð.

Þegar sendiferðabílalestin kom svo með lootið heim til mín hófust strangar samningaviðræður við ísskápinn. Hann var nefnilega troðfullur af engu. Ójá. Það er hægt. Það eru til allskonar hlutir sem gætu alveg eins verið ósýnilegir fyrir mér. Eins og t.d. 3 krukkur af mismunandi tegundum af sólþurrkuðum tómötum (voddþefökk?), sinnep, súrar gúrkur (illa gert gagnvart góðum gúrkum), tómatsósa, sultur, rifinn ostur.. nenni ekki að halda áfram. Ég endaði á því að troða þessu öllu inn og skella hurðinni á eftir mér á síðustu stundu. Núna þori ég ekki að opna hana aftur. Ég óttast reiði ísskápsins....

...vill einhver bjóða mér í mat?
Það er mánudagur. Það er haust. Það er ekkert til að borða. Ég er að fara í próf.
Gæti verið verra. Ég gæti verið með sprungið milta.

3.10.04

I wanna be like Mike... unless he's sick
Ég þarf gamlan prest, ungan prest og vígt vatn!
Ég er að drekka Pepsi Max. Það er svo vont að tárin streyma niður kinnarnar. Læt mig samt hafa þetta. Langaði svo helvíti mikið í gos og þetta er merkilegt nokk, mun betri kostur en ógeðis bubbluvatnið. Sjúku andskotar að kolsýra vatn án þess að blanda saman við það bragð og litarefnum. Svo gengur þetta fólk laust. Hver veit hverju það kann að taka upp á næst. Óteljandi samsettningar af hálf elduðum mat og hálf samsettum vörum koma upp í hugann, en límið hans er bilað. Festist ekkert. Nenni ekki að fara út í af hverju. I'm just broken okay!?

Já. Ég er líka að borða gervifranskar með season all. Drakk viðbjóðslegt mysuprótein hrist saman við fjörmjólk til að mega þetta. Langar svo í eitthvað óhollt að ef feitur krakki kæmi hingað til að safna dóti á tombólu myndi ég ráðast á hann og bíta á bumbu. Eða halda honum á hvolfi og hrista hann þangað til að allt nammið hefur dottið úr vösunum hans.

Þetta er búin að vera ágætis helgi. Ég er búin að gera allskonar hluti... aðra en að læra. M.a. roleplay, karate, óhollustuneysla, sund, ammliss partý hjá Maju, hlaup, skvass, horfa á 3 Zim þætti og stara í áttina að skólabókunum mínum.
Fer að koma tími til að spjalla við helvítin....

2.10.04


Ég er að fara í grímupartý og er eitthvað gothic. Einhver hissa? Hélt ekki!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

1.10.04

Do you think there is more to life than being really, really, really, ridiculously good looking?
Djö. Ætlaði snemma að sofa í gær en datt ofan í Americas Next Top Model. Þessi þáttur er æðislegur. Ég held að þátttakbrabra sé valið eftir flóknum sápuóperustöðlum. Þarna er t.d. drullukuntutíkin, móðursjúka sígrenjandi beyglan, þessi með ólæknandi sjúkdóminn, þessi sem hefur overdozað á gleðipillum, þessi sem er pirruð yfir ÖLLU og ljóta-sæta nördastelpan sem passar ekki inn í hópinn.
Eina sem þarf að passa er að þær séu mjóar og hávaxnar. Alltaf hægt að meika á þær nýtt andlit.

Fyrir utan myndatökur, þá þurfa þær að taka allskonar hallærisleg próf til þess að sanna fyrir dómnefnd og áhorfendum að þær séu titilsins virði. Stundum þurfa þær að labba eftir palli. Þá bíð ég alltaf eftir því að einhver þeirra verði blá í framan og detti niður dauð af súrefnisskorti, þar sem að það er ógeðslega erfitt að labba, vera sæt OG anda í einu.
Síðast þurftu þær að klæða sig eftir eigin persónuleika, sem reyndi virkilega á þessar sem voru ekki með neinn slíkan.
Þegar stúlkukindurnar hitta dómnefndina, þurfa þær svo að passa sig að vera hlédrægar og alls ekki svara fyrir sig, þar sem að alvöru fyrirsætur eru ekki með stæla. Þær bara kyngja og þakka fyrir sig. Nema ef þær séu með bullemiu. Þá kyngja þær, þakka fyrir sig og gubba.

Eyelinerinn í bjútíboxinu er svo Tyra Banks. Hún er æðisleg. Hún er svo mikið celeb að hún gæti ælt á sig. Í hverjum þætti sjást einhverjar 3-400 myndir, þar sem að fátt þykir henni skemmtilegra en að sýna heiminum hversu góð hún er í því að vera sæt. Takið eftir því hvernig hún er alltaf með sama svipinn á öllum myndum.
Ég fæ alltaf magnaðan Zoolander straum eftir bakinu..

Mæli virkilega með þessum þætti fyrir alla sem kunna að meta gott grín!