17.8.04

Vísindalegar mælingar
Rétt í þessu fór ég eitthvað að hafa áhyggur af því að ég hefði verslað mér og öðrum farðegum flugs O213 til Íslands, (vill ekki fara heeeeim *sniff*) til voða.
Þar sem ég er ekki þekkt fyrir neitt annað en framtaksemi og mikilfenglegar gáfur, tók mig því til og reyndi að komast til botns í þessu máli.
Ég tók öll fötin sem ég á hérna úti og setti í hrúgu. Svo hóf ég sorteringu. Föt og aðrir hlutir sem ég tók með mér út setti ég í einn risa H&M poka og föt sem ég hef fjárfest í hér í baunverjalandi fóru í annan poka sömu gerðar. Eftir að báðir voru orðnir vel út troðnir og pattaralegir og bælið mitt fatalaust, reddaði ég mér myndarlegum aðstoðarmanni og lét hann standa úti á miðju gólfi með lokuð augun. Pokunum var því næst ruglað og handföngin sett í hendur aðstoðarmannsins, á þann máta að engir aðrir hlutar pokanna snertu hann. Hann var beðinn um að segja til um hvor pokanna hann teldi vera þyngri og í ljós kom að.... daddaradaaamm

*pása til spennuaukningar*

...að það sem ég tók með mér út vóg þyngra en það sem ég hef verslað í landi haribo og tuborg. Þegar aðstoðarmaðurinn áttaði sig á tilgangi tilraunarinnar lét hann í ljós skína að geðheilsa mín væri ekki upp á sitt besta, en sjálf var ég í of mikilli gleðivímu til þess að kýla hann í brisið fyrir yfirlýsinguna.
Þetta pósk má því flokkast sem mental-note til sjálfs mín um að ég skuldi honum miðlungsfast högg í brisið/miltað/nýrun.

Engin ummæli: