17.8.04

Varúð; Nördapósk
Blah. Ég skráði mig í eitt mastersnámskeið í skólanum (Upplýstar leitaraðferðir í gervigreind) sem var ekki vitað hvort ég kæmist inn í, svo ég þurfti að skrá mig í eitthvað annað til vara (tölvugraffík).
Nú þegar á hólminn er komið og bæði námskeiðin birtast björt og brosandi á stundarskránni minni, er ég hreint ekkert svo viss um hvort ég eigi að velja lengur. Þetta verður nefnilega þurrkuntu önn þið skiljið.
Hin fögin eru Forritunarmál, Stærðfræðileg greining (calculus og tölfræði) og stöðuvélar og reiknanleiki (þuuuuurrt valfag, en það er víst undanfari fyrir allskonar mastersnám, so.. bring it on).
Ég held að tölvugraffík sé nokkuð tilgangslaust fyrir mig (býrð til tölvuleiki og svona), en ábyggilega rosa skemmtilegt og ágætt til að poppa upp þessa önn.
Hitt er mjög áhugavert og nýtist mér líklega meira, en ábyggilega ekki skemmtilegt á sama máta.

Engin ummæli: