21.8.04

Vá. Ég er með stafina "sports team" og töluna 81 í spiffí stöfum framan á g-strengnum mínum. Það eru sko ekki allar snótir sem ganga um með fæðingarárið sitt letrað á nærfötin. Þetta er svalt.
Kannski þætti mér ekkert eins mikið til þess koma ef ég hefði ekki orðið fyrir "near death" lífsreynslu rétt áðan. Slíkir hlutir virðast kenna konu að meta litlu hlutina á lífinu, eins og þennan hér fyrir ofan.
Æi já, hvar eru mannasiðirnir? Þið eruð án efa farin að anda í bréfpoka og bryðja valíum í panikki yfir því hvað hafi komið fyrir og hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Ekki örvænta kæru þegnar! Ég er hörð af mér.
Ég skellti mér sem sagt í TOEFL próf, sem er eitthvað það leiðinlegasta sem ég hef gert á minni æfi. 4 klst af hægum pyntingum. Ég beið eftir því að ég væri látin drekka pepsi líka eða eitthvað.
Ég get svo svarið að það erfiðasta við þetta var að halda sér vakandi og ganga ekki í skrokk á satanísku kasettunni sem þuldi upp skaðræðis textann. Sem betur fer voru stólarnir óþægilegir og mér illt í bakinu, annars hefði allt farið á hinn versta veg og ég orðið að gangast undir þetta allt saman aftur.

LIFI FRELSIÐ!

Engin ummæli: