26.8.04

Ástkærbróðir minn og spússa hans fóru í 4 daga frí til Danmerkur og á meðan er pjakkurinn vistaður hérna. Þetta hefur hrist verulega upp í valdastiganum og nú er drottningin orðin aumur þræll, á meðan 2ja ára frændinn stjórnar öllu með harðri hendi.
Hann vaknaði alveg öskureiður úr blundinum sínum áðan og pissaði tvisvar sinnum á sig á milli þess að hann öskraði og gargaði á alla. Það var alveg sama þó ég héti því að spila með honum stubbaleikinn, hann hélt samt uppteknum hætti. Það var ekki fyrr en ég kom fram með málbandið mitt (það er með sniðugum takka og dregst inn á ógnarhraða) og sagði honum að við gætum leikið okkur með það ef hann skipti um buxur, svo ég fengi ekki pissufýlu á mig, að skeifan snérist við.

Nú er pilturinn kátur eins og... eh.. bátur? Kannski ég sýni honum "Cat, I'm a kitty cat" myndbandið á eftir. Fyndið að láta smábarn stjórna lífi sínu og athöfnum.

Engin ummæli: