23.8.04

Skólinn minn er byrjaður aftur. Ég er búin að fara í eitt fag og svo eftir hálftíma fer ég í það næsta, sem er merkilegt nokk kennt af syni þess sem tróð æðri menntun inn í huga minn í morgun.
Um helgina bættust við 3 nýir spilarar í roleplay grúppuna okkar. Þeir heita Doddi, Gunni og Hansi. Núna er hægt að segja að 6/8 okkar séu í HR í tölvunarfræði. Jáh.. Palli er nefnilega líka byrjaður í skólanum. Hann er í 50% námi og 50% vinnu. Ég held að hann eigi eftir að refsa þessu öllu saman illilega!

Annars er þetta voðalega losaralegt hjá mér eins og er. Kem aftur í póskið á fullu blasti seinna í vikunni! Fer að fá fráhvörf.

Engin ummæli: