26.8.04

Og nóbelsverðlaunin fyrir bakstur fara til...
Ég hannaði og bakaði epla og kanil muffins með m.a. hjálp heilhveiti, prótein dufts, haframjöls, barnamat og að því er virðist, snilligáfu!
Þetta er ekki bara gott á bragðið, heldur líka meinhollt. Ég serveraði nokkrar sem eftirmat núna rétt í þessu og vöktu þær mikla lukku. Ég náði meira að segja þeirri gæðavottun að mamma trúði því ekki að þetta væri ekki fitandi.
Djöfullsins yndi er það að geta étið pönnukökur, muffins, vöfflur, brownies, gulrótaköku, búðing eða ís og vera í rauninni að hugsa um línurnar (og borða máltíð sem passar í BFL).
Þessi bók er svo mikil snilld. Hef ekki eldað mikið beint upp úr henni, en hún gefur þvílíkt af hugmyndum.

Engin ummæli: