9.8.04

Á morgun fer ég í mína þriðju pílagrímsför á þessu ári, til heimalands Haribo, Nammilands. Ég meina. Danmerkur! Hef einhvern veginn ekki komið mér í tilhlakki gírinn. Ég er ekkert búin að pakka eða spá í því hvað ég ætla að taka með mér eða hvað ég ætla að gera. (Einar! Tékkaðu á því sem snöggvast hvað við getum gert. Ég veit þú lest þetta svona í kringum hádegið, því þá ertu ný vaknaður og nennir ekki að fara að pakka alveg strax). Bara búin að vera að vinnast eitthvað. Ég þarf líka að taka smá vinnu með mér út. Ég hef tekið þá þroskuðu ákvörðun að pirra mig ekki yfir því. Ég fæ samt alveg smá frí, afslöppun og snúllidúll.
Mamma mín gaf mér 2000 danskar í gær, sem eru að núvirði 23.468 íslenskar kr, þrátt fyrir sterk mótmæli af minni hálfu. Mömmur hafa þann hæfileika að geta gefið þér hluti þvert gegn vilja þínum. Auðvitað er ég afskaplega ánægð að fá smá pening sem ég get eytt algjörlega í vitleysu. Ég held að fáir kunni almennilega að meta þá andlegu fróun sem fellst í því að eyða pening í vitleysu.

Engin ummæli: