18.8.04

Á morgun fer ég heim. Þá fæ ég líka að sjá málbandið mitt, viktina, fitumælingagræjuna og mannhæða háan spegil í fyrsta skipti í 9 daga. Jámm. Þið lásuð rétt!! Eini spegillinn hér í íbúðinni "minni" er þessi inni á baði, sem nær ekki einu sinni niður á túttur nema ég standi á tám. Að þessu leiðir að ef opinberar stofnanir kæmust nokkru sinni inn í þessa íbúð, yrði hún án efa innsigluð og dæmd óhæf til íveru fyrir kvenmenn og metrosexual karlmenn yfir 10 ára.Ég hef ekki græna hvernig óhófleg neysla óæskilegra matvæla hefur leikið líkama minn og hef verið að spranga um í stuttum pilsum og efnislitlum fatnaði, eins og ég hafi ekkert bætt á mig, eða Danir setji í raun ekki remúlaði á allt ferskt salat sem þeir koma höndum sínum yfir (virðist vera að þetta sé eina landið í heiminum sem slík athöfn gefi þér ekki geðveikisstimpil i á ennið og sendi þig til vistar á sundveikisheimili í óræðan tíma). Sannleikurinn mun ekki koma í ljós fyrr en of seint. Þá get ég líka drekkt sorgum mínum í skyri og létt kotasælu og byrjað á nýju að lofa musteri sálarinnar við altari Veggsports á hverjum morgni kl. 6. Ég hef ákveðið að byrja upp á nýtt á C2 þegar ég kem heim. Nýir 84 dagar til þess að hlakka til líkamsræktar- og mataræðisfanatisma og 18% fitutakmarks. Lifi ég!

Engin ummæli: