7.8.04

Mikið er morgunsjónvarp stöðvar tvö HROÐALEGT. Ég vaknaði kl. 8 því að ég er...... geðveik virðist vera og kveikti á sjónvarpinu. Fyrst kom Erilborg (sem er löng og mjög leiðinleg teiknimynd um dýr sem tala og eru ÖLL, hvert eitt og einasta, vinir. Það er ekki einu sinni vondur kall) tvisvar sinnum í röð. Á eftir því komu biblíusögur. Woddafökk? Biblíusöguteiknimyndir eru c.a. það leiðinlegasta sem hægt er að horfa á. Það er nógu súrt þegar það er verið að troða inn í sjónvarpsefnið einhverjum boðskap, en þegar það á að frelsa konu líka, þá er bara of langt gengnið!
Í angist minni druslaðist ég í ræktina og það á laugardegi. Stílbrot!

Engin ummæli: