8.8.04

Jakvörandskotinn. Ég, stelpan sem félag gsm eiganda tók af sms listanum sínum á síðasta fundi, hef fengið alls ótengd sms frá 4 mismunandi aðilum síðasta klukkutíman. Ég veit bara ekki hvaðan á mig stendur veðrið.
Kunnulegur straumur fer um mig. Ég man eftir þessu frá því að ég var einhleyp snót og virtist eiga stóran hóp af sms-sendandi vinum. Merkilegt nokk, þá hringdu þeir bara í mig á nóttunni, um helgar, á milli þess að þeir gerðu örvæntingafullar tilraunir til þess að halda uppi heilu daginn-veginn samræðunum við mig í gegnum textaskilboð.
"Ósk, hvað heldur þú að strákar sem hringi bara í þig á nóttunni vilji?" var ég einu sinni spurð. Ég hafði aldrei hugsað málið þannig. Sjálf stóð ég í þeirri merkingu að ég væri vel hugsandi, vel talandi og vel gefin einstaklingur og athygli karlmanna stafaði gjarnan af því að þeir vildu kynnast mér og verða vinir mínir. Engum "hintum" hafði verið droppað í símtölum eða skilaboðum, enda hefði ég verið fljót að skella á "booty-call" frá algjörlega óreynsluöktum gaurum.
Efa fræinu sem stráð hafði verið í hugann óx, og seinna kom í ljós að samsæriskenningarnar voru á rökum reystar. Hvert sms fiðrildi flögraði í burtu eftir að það tók sig upp með bullandi sambandi hjá mér. Símreikningurinn fór sömu leið og lækkaði um marga þúsundkalla.

Nú leikur mér forvitni á að vita, hversu stór hópur sms-sendandi "vina" dansar í kringum hvern gjafvaxta, einhleypan kvenmann hverju sinni.
Ef við gefum okkur að við vitum "hverju" þessir menn eru að reyna að ná fram, getur einhver útskýrt fyrir mér "hvernig"? Er þetta ekki bara "flauta þegar þú sért sæta stelpu" á sterum? Kannski ekkert sérstaklega gáfulegt eða líklegt til árangurs, en þó eitthvað.

Engin ummæli: