11.8.04

Hæhó. Stelpillinn er staddur í útlöndum. Í gær ætlaði ég að senda ykkur mms með mynd af kettlingi sem var týndur í einni lestinni og var að leika við alla farþegana á milli þess sem hann klóraði af sér flærnar. Þetta var svona aaaaw mms. Eitthvað virtist Danmörkin hinsvegar vera á móti slíkum sendingum, þar sem þetta kom allt saman í hausinn á mér aftur. Þið fáið þá bara engin mms af því sem ég tek mér fyrir hendur. Soniridda.
Fórum á Bakken í dag og röltum heilan helling. Mér tókst að draga elsku strákinn með mér í fall turninn eftir miklar fortölur og honum fannst það hreint ekkert algjörlega skemmtilegt...

Engin ummæli: