25.8.04

Í gær vorum við Óli frændi að leika okkur. Við hoppuðum í rúminu og svo tók hann af mér nefið og setti kartöflunef í staðinn. Svo trommuðum við á borðið með tússlitum, börðum þeim saman og sungum allskonar lög.
Því næst lék hann tröllið í geitunum þremur og úlfin í kiðlingunum sjö. Með magan fullan af kiðlingum var hann ekki enn orðinn saddur svo hann hljóp inn til mömmu og pabba og "borðaði" rúmið þeirra. Þegar ég sagði honum að hann þyrfti núna að fara fram að segja ömmu sinni og afa að þau yrðu að sofa á gólfinu, réðst hann á afa sinn og borðaði hann líka.
Ég hló rosa mikið og svo hlupum við eftir ganginum öskrandi og horfðum smá á prúðuleikarana.

Vá hvað það er gott að vera ekki í uppalanda hlutverki þegar kona er ekki einu sinni orðin fullorðin sjálf.

Engin ummæli: