7.8.04

Foreldrarnir eru ekki á landinu frekar en fyrri daginn. Þau skruppu eitthvað til Varsjá og eru núna á leiðinni til baka. Mamma sendi mér sms frá Köben, þar sem þau millilenda og hún sagði að það væri sól og 25°C hiti þar. Ég sendi til baka að hún ætti að að skilja það þannig eftir svo það væri gaman fyrir mig að taka við borginni á þriðjudaginn. Hún lofaði öllu fögru, en við eigum eftir að sjá hvort hún standi við það.

Engin ummæli: