24.8.04

Ansansári. Ég ætlaði að drífa mig heim og fara að læra varnarstærðfræði (vörn er besta sóknin.. or sumfin. Það eða ég hafi lært litla stærðfræði í menntó), en ég datt ofan í að horfa á fimleika í sjónvarpinu. Eftir að hafa æft þá göfugu íþrótt í 12 ár sem ponsa (sem útskýrir að litlu leiti þann kattlega liðleika, glæsileika og klassa sem almennt einkennir mig), get ég með sanni sagt að þetta sé ein af þeim fáu íþróttum sem vert sé að horfa á.
Það að kasta bolta á milli sín eða veltast um í faðmlögum eftir að einhver í sama liði og þú sparkaði niðurbútaðari og uppblásinni kú í fiskinet verður að teljast bæði tilbreytingalaust, leiðinlegt og langt frá því að vera impressive á nokkurn hátt.
Að fylgjast með fólki sem hefur sannarlega stjórn yfir eigin líkama og getur gert slíkar kúnstir að þú þarft að taka sjóveikispillur bara til þess að horfa á heila keppni út í gegn, er hinsvegar tíma vel varið! Fimleikar, dýfingar, trampolín og þess konar íþróttir eru þær einu sem ég yfir höfuð nenni að horfa á. Að sjálfsögðu getur líka verið gaman að horfa á frjálsar, en það þykir mér ekki komast nálægt því að vera eins heillandi. Að stunda bara hlaup, bara langstökk eða bara hástökk, þykir mér hálf megrandi á áhugaverða kaloríuskalanum. Ég allavega myndi ekki nenna því..

Engin ummæli: