27.8.04

Alveg gæti ég hýtt stærðfræði kennarann minn. Pirrar mig þegar hann segir á yfirlætislegan hátt "En, þetta ætti að vera upprifjun fyrir flest ykkar", þegar þetta er ekkert upprifjun fyrir mig.
Örugglega svipað eins og að segja yfir sal fullan af fólki sem fæddist með engar hendur "Þið ættuð nú öll að hafa gert 10 armbeygjur einhvern tímann", þó það sé kannski öllu hærra á kvikindisskalanum.

Föstudagur í dag. Ég er skráð í vísindaferð en er ekkert voðalega spennt. Ég má ekki drekka bjór, borða pizzu eða möntsja á möntsji, so whats the point?

Engin ummæli: