8.7.04

Vonbrigði lífs míns
Formáli: Ég segi stundum að ég hafi aldrei lent í neinu virkilega slæmu. Ég hef líka alltaf haldið að það sé nokkurn vegin rétt. Einhvern veginn hef ég blokkerað þessa minningu úr huganum öll þessi ár. Hún helltist yfir mig aftur um daginn, eins og hitabeltisskúrir....

Þegar ég var lítil gelgja, fannst mér ótrúlega gaman (þá hefði ég samt líklega sagt ógjösssleah gamahhh, því að sem gelgja, máttu undir engum kringumstæðum tala skírt) að fara í tívolíið sem var gróðursett á höfnina.
Þangað fór ég með hjálp gullvagnsins góða, með vinkonum úr fimleikum eða unglingavinnunni.
Fyndið hvað kona eignaðist oft einnota vinkonur á sumrin. Allavega, þá var ekki verra ef tívolísamferðastúlkurnar væru svolítið sætar, þar sem að takmarkið var alltaf eitt. Daðra við bollastrákana!

Stæðsti hlutinn af unglingavinnupeningunum (whopping 120 kall á tímann eða eitthvað) fór í bollana í Tívolíinu. Þangað mættum við, með glimmer augnskugga og von. Þegar græjan fór af stað, brágst ekki að allavegana 2 bollastrákar komu til okkar og stóðu þar kjurrir og snéru okkur allan tímann. Við píkuskræktum og hlógum og svo þegar þetta var búið þá brostum við til þeirra, þeir brostu á móti og fólk í öðrum bollum kvartaði yfir því að hafa ekkert verið snúið.

Við fórum beint út úr bollunum og röltum svolítið um svæðið, þar sem að við vorum sko EKKI á sama plani og hallærislegu desparate stelpurnar sem sátu meðfram tækinu öll kvöld án þess að einu sinni eiga pening til þess að fara í bollana. Oh yeah. We were playing hard to get. Eftir svona klukkutíma af ráfi og spjalli við krakka í kringum okkur (þar sem þetta er gelgju hangout) og fólk sem vann í borgaðufulltafpeningogþávinnurþúkannskilyklakyppu básunum (einn var alltaf að reyna að kenna mér að juggla man ég) endurtókum við leikinn.

Svona gekk þetta í heiðri hamingju, sumurin eftir bæði 8. og 9. bekk.
Eftir 10. bekk, mættum við svo yfir okkur spenntar fyrstu helgina eftir opnun tívolísins. Við settumst í bollana og allt var eins og áður. Þá tókum við eftir því, að allir bollastrákarnir höfðu tekið litla ljóta andurangan afturábak. Þeir voru orðnir allir teygðir, bólóttir, slánalegir og voru alls ekkert spennandi lengur. Eitthvað í okkur dó þann daginn. Við sátum í gegnum ferðina, en píkuskæktum ekkert að ráði. Eitt og eitt svona charity-píkuskrækj. Eftir að græjan hafði stoppað, löbbuðum við niðurlútar af svæðinu án þess að segja orð við hvora aðra.

Ég fór heim og hlustaði á Blur (æi eða eitthvað sem gelgjur hlustuðu á þá) þangað til ég gleymdi öllu um bollastrákana og sorgina sem ég upplifði þennan dag.
Það eina sem var eftir var óútskýranlegt hatur á Tívolíinu við höfnina...

Engin ummæli: