6.7.04

Vá.. það er allt í einu svo mikið til þess að hlakka til. Ég er orðin svo spennt yfir því að taka annað challange að ég er að pissa í mig. C2, eins og útlendingarnir kalla þetta (ef ég ætlaði að vera tæknileg héti dagurinn í dag C1W11D3. Í gær tók ég HIIT fyrir vinnu og UBWO eftir vinnu. Í dag mun ég taka LBWO. Alveg með língóið á tæru). Samkvæmt útreikningum mínum myndi því ljúka þann 10. október, 12 dögum fyrir afmælið mitt.

Svo er kominn tími til að spara. Við Emúinn eigum eftir að vera spígsporandi um heimaland Haribo (hneygðu þig þegar þú lest þetta!) og hanga í íbúðinni, sem faðir minn hefur lofað mér að ég fái ef ég fer til DTU í masterinn. Það verður yndislegt. Skokka í skóginum í Carlottenlund, slappa af á ströndinni, versla í Lyngby Storcenter og öllum H&Mum sem ég finn, hjóla í góða veðrinu, kannski kíkja í tívolí og bakken og á einhver söfn og bara njóta þess að skatast og vera til.

Svo er það auðvitað dekurdúlleríið næsta laugardag og roleplay í kvöld. Mér er reyndar illa við miðrarviku roleplay. Helgi kemst aldrei fyrr en svona 21, því að hann er að svæfa krakkastóðið, og ég get aldrei spilað lengur en til svona 23, því ég vakna snemma til að gella mig.

Annars eru margir fleiri hlutir sem kæta mig. Bráðum fer ég örugglega í ótrúlegu og fæ að lúrikúra í tjaldi með tjaldpöddum. Allar ermarnar sem ég pantaði mér á internetinu (haldið kjafti) fara líka alveg að fara í póst og koma til mín.
Life is good

Engin ummæli: