17.7.04

Stundum kemur eigin fasismi konu í koll
Ég geng ekki í buxum. Ég á ekki einu sinni buxur nema til þess að æfa í. Ég hætti líka að ganga í nælonsokkabuxum fyrir einhverju síðan (eftir að ég komst að því að ég er nælonsokkabuxnafjöldamorðingi og hæðstu útgjöldin mín voru sokkabuxur) og sleppi þeim oftast, eða geng í bómullar... og ef ég er að fara spari er ég í sokkaböndum eða svona háum sokkum.
Í kvöld er ég að fara í twister partý, svo ég er í pilsi, svona læraháum sokkum og jább.. get this.. blá-köflóttum boxerum. Ég er kannski durgur, en ég ætla samt ekki óvart að sýna saklausu fólki upp í skvísuna á mér þegar hægri fótur á að fara á bláan eða eitthvað.
 
Ég leyfi mér að fullyrða að það er fátt eins plebbalegt eins og að vera í læraháum nælonsokkum (fræðiheiti "thigh-highs") og síðum karlmanns boxerum. Við skulum vona að pilsið haldist niðri.

Engin ummæli: