21.7.04

Óskin var ein á íslandi
Hvar er eiginlega allt fólkið? Mér líður eins og ég sé síðasti indjáninn í 10 litlir indjánar laginu. Vinnan mín er næstum því tóm. Meira að segja ritarinn er í fríi. Áðan rakst ég á annan starfsmann. Hvorugt okkar hafði séð aðra manneskju svo dögum skipti þannig okkur var að sjálfsögðu brugðið. Ég var að sækja mér vatn í flösku og hann var á leiðinni í sumarfrí.

Og þá var eftir ein.

Í Veggsporti heyri ég mín eigin fótatök bergmála eftir göngunum og afgreiðslufólkið nánast skriðtækliknúsar mig þegar ég geng inn. Það hefur ekki átt nein mannleg samskipti síðan ég kom síðast og það er ekki með fjölvarip eða internetið.

Hvert fara Íslendingar á sumrin?

Engin ummæli: