15.7.04

Nýjasta snilldar hugmyndin mín er að gefa ekkert nema marga ódýra hluti í körfum. Magnið frekar en gæðin kenninguna þarf ekki að útskýra og fólk virðist vera ánægt ef það fær körfu, með sellófani utan um, alveg sama hvað er í henni. Svo bara er þetta sniðið að persónuleika hvers og eins, eða ákveðnu þema.
Það er líka hægt að gera allt smekklegt í körfu. Flösku af tequela, saltstauk og sítrónur, snakk, hvítar oreos, nammi og kók eða bara fara á shopping spree í Tiger, 200 króna himnaríkinu.

Ef ykkur vantar fleiri hugmyndir, þá er t.d. hægt að gera "afslöppunar körfu" og henda í hana nokkrum kertum, reykelsi, slökunardisk og ilmolíu... eða "súkkulaði körfu" og setja í hana allar mögulegar tegundir af súkkulaði sem finnast í búðum ...eða "skilnaðar körfu" og setja í hana lítið, dautt dýr, skilnaðarpappíra, nýrnabaunir og brúðkaupsmyndir þar sem búið er að klippa hausinn af viðtakandanum.

Engin ummæli: