7.7.04

Nýjaskyraprufutími
- Kea skyr með bláberjum og jarðaberjum
Mér finnst bláber og jarðaber góð, en flest með jarðaberjabragði vera væminn viðbjóður.
F E G U R Ð
H R E Y S T I
H O L L U S T A
stendur á skyrfilmunni. Þetta á sem sagt að vera fallegt, hraust og hollt skyr. *OPN* Hmm.. lítur ekkert sérstaklega myndarlega út miðað við skyr svo sem. Bara.. fjólublátt og svolítið skilið. Það verður varla sérstaklega hraust heldur eftir að ég verð búin að éta það. Ég held að það að vera meltur fari ekki vel með heilsu eins né neins.

*SMAKK*
Hmm. Mig langar ekki að rífa úr einhverjum augun eftir fyrsta bita. *Borða meira* Oj. Ég fékk jarðaberjachunk upp í mig og mundi eftir ógeðslega jarðaberjajógúrtsbrandaranum. *Klár*

Niðurstaða:
Góð fylling, léttur berjakeimur. Meðalskyr að flestu leiti. Svolítið hlutlaust. Sviss skyrsins!

Engin ummæli: