13.7.04

Í morgun vaknaði ég og klæddi mig (var meira að segja extra lengi að velja bol), tannburstaði mig og eyddi svo miklu lengri tíma en venjulega í að setja á mig maskara. Svo keyrði ég í vinnuna. Klukkan á tölvunni sagðist vera 3:20. Þá kíkti ég á Ottó og hann sagðist líka vera 3:20. Þá hringdi ég í 155 og jámm. 155 var sammála.
Mér brá svo við að vera mætt í vinnuna um miðja nótt að ég vaknaði.

Ógeðslega svekkjandi að þurfa að klæða sig og tannbursta sig tvisvar á sama morgni.

Engin ummæli: