8.7.04

Merkilegt. Einhver hefur verið að breiða þeim sögusögnum að ég sé áhugaverð. Allavega var ég að skoða yfir síðustu daga á teljaranum, og ég hef ekki séð svona mörg hit marga daga í röð síðan Nagportal var á gamal mátann.

Bleiku sokkabuxurnar lifðu ekki af gærdaginn. Í gærkvöldi, þegar þær enduðu í ruslinu, voru þær bara mörg, samföst lykkjuföll. Ég hefði svo sem geta haldið áfram að nota þær og komið af stað tískubylgju. Ég var bara of þreytt fyrir tískubylgjur í gærkvöldi.

Engin ummæli: