26.7.04

Kaffifólk eru hórur staðalímyndasamfélags og meðalmennsku
Kaffimenning pirrar mig. Hún borgar sig inn í taugarnar eins og neglur á krítartöflu. Auðvitað er aðal ástæðan sú að ég drekk hvorki kaffi, né hef nokkra sérstaka ástæðu til þess að byrja á þeim vanskapnaði. Það er ekki eins og þetta sé sérstaklega gott fyrir þig hvort eð er. Ekki ætla ég heldur að leggja mig fram við að byrja að reykja eða naga lifandi hrökkála.

Ég veit ekki um nokkra manneskju sem hefur þótt kaffi vera gott við fyrstu smökkun. Allir hafa þurft að venja sig við það með allskyns bellibrögðum.
Fyrir mér væri að setja mjólk eða sykur út í kaffi, til þess að mér þætti það drekkanlegt, alls ekkert ósvipað því að setja sýrðan rjóma á batterí, svo mér þætti ekki eins vont að sleikja það. Og hvers vegna? Til þess að geta skálað í syndugum bolla magasára og koffíns yfir eigin tendensum til þess að elta kaffisjúkt samfélag en ekki eigin sannfæringar? Til þess að geta fengið extra start á morgnana, sem þróast svo frá því að gefa þér auka karft og yfir í það að þú verður slappur án þess?

Ég ber því minni virðingu fyrir kaffiþrælum, heldur en þeim sem eru lausir undan undiroki koffíndjöfulsins og svarta-satansvökvans sem búinn er til úr möluðum baunum!

LIFI BYLTINGIN!

Engin ummæli: