5.7.04

Jeijeijei. Ég á svo æðislega foreldra. Ég spurði ma og pa í dag hvort að íbúðin þeirra í Lyngby yrði laus 10. - 19. ágúst, því að við Einar værum að spá í að fara til Danmerkur þá. Þau sögðust ætla að skoða þetta mál. Svona 2 tímum seinna, þegar ég var á leiðinni í bíó með 2 úr bænarí crewinu, hringdi mamma í mig og hvaðst vilja fá kennitöluna hans Einars (ég kunni bara fyrri partin. Hann er líka alveg eins og hjá Daða bróður, nema endar á 79 í staðinn fyrir 80). Ég hélt fyrst að hún væri að athuga hvort hann væri glæpamaður eða eitthvað, en þá kom í ljós að hún var að panta fyrir okkur flugmiða með frípuntkunum sem hún og pabbi eiga. Við fáum sem sagt "ókeypis" flug og ókeypis gistingu :oD

Nú hef ég alveg heilan mánuð og 5 daga til þess að hlakka til. Ég ætla að byrja strax!

Engin ummæli: