28.7.04

I play my dark magician in defence mode
Í gær varð ég fyrir áfalli. Í sakleysi mínu var ég að jimmast í Jimmy þegar Yu-gi-oh byrjaði í sjónvarpinu. Ég var inni í lóðalyftiherbegi (svona free weights) sem hefur ekki sjónvarp inni í sér, svo ég færði mig þannig að ég gæti heyrt í einu sem er fyrir utan það. Ég hlustaði á æsispennandi einvígi Yu-gi-oh og Pegasus (held þetta sé 4 eða 5 þáttur af bara því einvígi), alveg í panikki yfir að núna næði druslukvikyndið "his melenium puzzle". Heyrðu. Þegar spennan var alveg í hámarki...... kemur þá ekki einhver drullukuntuhnakkaviðbjóður og skiptir yfir á popp tíví!! Á POPP TÍVÍ! Ekki nóg með það, heldur var Blink 182 að spila, cocky eins og þær hefðu einhvern tilverurétt í þessum heimi. Vitiði hvað það er hroðalegt að hafa stillt eyrun sín inn á að heyra hvert einasta hvísl, þegar svona vanskapnaður kemur allt í einu á fullu blasti?
Mér leið eins og ég hefði verið kýld í brisið. Ég vissi alltaf að hnakkar væru vondar manneskjur, en aldrei gerði ég mér grein fyrir því að þeir væru bara hreinlega af hinu illa!

Engin ummæli: