22.7.04

Horfir einhver á futurama? Hafið þið séð þáttinn þar sem Fry drekkur keisarann á plánetunni þar sem allir eru úr einhverjum vökva. Svo verður hann nýji keisarinn og það eru alltaf allir að reyna að drekka hann.

Mér líður eins og einhver hafi stungið röri í hnakkann á mér og drukkið alla orkuna mína. Ég hef verið orkulaus alla vikuna. Eins og... hmm.. non-metro-sexual gaur í búðarleiðangri!
Hann Helgi er sem betur fer alveg að bresta á og þá get ég slappað af. Ég veit ekki alveg hvað ég geri af mér.

Kannski ég heimsæki villihamstra stofninn sem ég hef verið að vinna í að koma á fót í Öskjuhlíðinni. Síðast þegar ég hitti þá voru þeir svolítið barnir og blautir og höfðu átt slæm samskipti við kanínurnar í kirkjugarðinum. Var víst hálf leiðinlegt atvik með fíflablað og einhver kom sagði víst óvart brandarann um kanínuna og skógarbjörnin sem voru að kúka úti í skógi.

Kannski ég klæði mig upp í hallærisleg föt og skrifi "GÆS" með varalit á ennið á mér. Þá er fólki alveg sama að þú hagir þér eins og fáviti og sért pissfull um hábjartan dag. Ég gæti komist upp með..... allt! Þetta væri áhugaverð félagsfræði tilraun. Ætli einhver eigi býflugubúning? Mig hefur alltaf langað svolítið að vera áhyggjulaus og fancy free eins og stelpan í "all I'd like to say is that my life is pretty plain. I like watching the puddles gather rain.." laginu.

Gæti verið að ég skellti mér í safaríferð út á land til þess að skoða dýralífið í smábæum hér og þar. Spurning um að tjalda í...
Keflavík: Þá yrði ég að sofa með byssu undir koddanum og passa mig að mynda ekki augncontact við neinn eða gera neinar snöggar hreifingar. Ég yrði jafnframt að gæta þess að kaupa ekkert kók, því að Keflavíkurkók er það versta sem til er á landinu.

eða

Mosfellsbæ: Þá yrði ég að gæta þess að tala virkilega hægt við innfædda og nota engin "stór orð". Þar gæti ég sko fengið besta subbuborgara í heimi líka.

eða

Höfn: Eina sem skiptir máli hér er að grínast ekki með kindur. Það eru allar líkur á því að einhver nálægt þér eigi kærustu sem sé kind.

Engin ummæli: