5.7.04

Here I go again... catch me if you can!
- Heilsupósk..
Vá. Bara 11 dagar eftir. Mér finnst það eiginlega sorglegt að þetta sé að klárast. Ég er í smá krísu. Ég veit ekki hvort ég eigi að byrja strax aftur á öðrum 12 vikum þegar þessar klárast. Það er ekkert erfitt lengur að vera mataræðisfasisti og það er bara gaman að sprikla í ræktinni 1-2x á dag.
Ég er ekki alveg viss um hvort ég eigi aga til þess að halda þessu áfram án þess að fara alveg eftir prógramminu. Það er merkilegt hvað ég dreg mikinn viljastyrk og hvatningu frá því að kalla t.d. daginn í dag 72/84 í staðinn fyrir bara "mánudag". Það er líka rosalega gott að setja sjálfri sér svona markmið.

Ef ég tæki annað prógram strax á eftir þessu, yrðu þau líka allt öðruvísi. Þau myndi snúa miklu meira að þoli og styrk heldur en kílóa og fitumissi.
Ef ég hugsa um það, finnst mér það fjarstæðukennt og scary að gera eitthvað til þess að hætta að líða svona vel á líkama og sál. Það líður ekki sá dagur sem ég er virkilega ánægð með sjálfa mig og mína litlu, hversdagslegu sigra. Fyrst gengu þeir mest út á það að neita mér um að borða þetta eða hitt og vakna eldsnemma. Núna ganga þeir út á að ég veit að ég hef gert mitt allra besta í lok hvers einasta dags. Ég veit að það er ekki nokkur möguleiki á því að ég hefði geta litið betur út eftir þennan tíma, heldur en ég geri núna.

Hvernig gæti ég tekið allt þetta frá mér þegar ég er á annað borð komin hingað?
Já... kannski að ég snari mér bara í aðrar 12 vikur! Hví ekki?
72/168!

Engin ummæli: