25.7.04


Það eina sem ég sagði strákunum að muna eftir að taka með sér, er það eina sem ég gleymdi. Þurfti að kaupa sundföt handa mér í hagkaup. Þar voru bara til einstaklega ljót bikiní eða einstaklega tiny. Ég keyti mér afskaplega smátt, svart með viðbjóðslegu víraskrauti á hliðunum. Í gær fórum við í sund í Þelamörk og um leið og ég setti gripinn í vatn datt skrautið sem hélt neðri partinum saman, í sundur. Ég var fyrst ógeðslega pissed á meðan ég víraði það upp svo það héldist á mér í eitt sund. Svo var ég glöð að það hefði ekki gefið sig þegar ég var komin út í laug. Við ætlum aftur að sundlaugast á eftir (enda 19 gráður og lygnt. Namm), svo ég fjárfesti í skóreimum til að reira þetta fast. Ég er gífurlegur tískufrömuður!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Engin ummæli: