19.7.04

Ég var ekki fyrr búin að loka augunum og farin að sofa fallega, en helvítis gallup hringdi í mig og krafði mig svara. Andskotinn að hringja í fólk um miðjar nætur (21:40). Ég var svo ónýt að þegar ég tjáði þeim að núna væri virkilega ekki góður tími og konan spurði hvort hún mætti hringja í mig þá seinna í vikunni, að ég sagði... "Það myndi henta betur". WHAT?!? Kona gefur aldrei gallup villidýrunum færi á sér.
Ég hef brennt mig áður á því að treysta þessum afætum og þá varð ég of sein í saumaklúbb (tja.. ekki eins og pussurnar sem eru með mér í saumó séu sérstaklega stundvísar sjálfar.. en það er annað mál). Ég var komin í skóna og á leiðinni út úr húsi þegar síminn hringdi og 12 ára stelpan í á hinum enda línunnar grátbað mig um að svara nokkrum spurningum. Það myndi sko ekki taka meira en 2 mínútur. Með tárin í augunum eftir þessa fallegu bón samþykkti ég tvær mínútur af yfirheyrslu. 40 mínútum seinna rölti ég út í bíl.

hún: Myndir þú segja að næsti bíll sem þú myndir fá þér væri Nissan Almera? Er þetta
mjööög líkleeegt
líkleeeegt
kannski lííkleegt
ekki svo líkleeegt
alls ekki líkleeeegt
eða ólíkleeegt?

Ég: öh.. alls ekki líklegt

Hún: ókay.. en myndir þú segja að næsti bíll sem þú myndir fá þér væri Toytoa Corolla? Er þetta
mjööög líkleeegt
líkleeeegt
kannski lííkleegt
ekki svo líkleeegt
alls ekki líkleeeegt
eða ólíkleeegt?

*Dæs* Svona gekk þetta fyrir hverja einustu bílategund sem flutt hefur verið til lands elds og ýsu og nokkrar sem ég get svarið að hún hefur búið til sjálf on the fly.

Hringdu í mig aftur þegar þú ætlar að spyrja mig hvað mér finnst um ríkisstjórnina, Nammiland, vondu söbbvej melluna eða dove sjampó! Láttu mig vera..

Engin ummæli: