20.7.04

Ég hef virkilega lagt mikið á mig við að kaupa þetta og hitt af "internetinu" (fræðiheiti eiga að vera innan gæsalappa) vegna þess að mér finnst svo gaman að fá pakka.
Einhverra hluta vegna fæ ég aldrei pakka nema á afmælinu mínu og á jólunum. Ekki veit ég hvaða fasistaháttur það er í fólkinu í kringum mig. Ég gef oft pakka af tilefnislausu. Gaf t.d. Palla 3 og hálfa dollu af léttkotasælu um daginn, Einari alveg 4 skammta af prótein dufti og Óla frænda blátt og hvítt rör með hálsi sem bognar.
Þess vegna verði ég að gefa mér pakka sjálf. Ermarnar mínar eru hinsvegar ekki ennþá komnar og ég er farin að verða óþolinmóð. Ég kiknaði undan öllu álaginu og pantaði mér meiri pakka í síðustu viku. Tvær bækur. Þessar bækur eru heldur ekki komnar, svo það fer allt að stefna í að euroið verði hlaðið aftur.
Erfitt að vera ég.

Engin ummæli: