13.7.04

Ég: Þessar lakkrískúlur eru ekkert sérstaklega góðar. Það er samt svo gaman að borða þær. Þær eru með svona holu inni í sér og það er svo gaman þegar það tekst að bíta í gegn þannig að þú finnur holuna!
Þetta er svona eins tilfinning og ef þú ert að kreysta svona bólu sem er búin að vaxa inn og það kemur ekkert, og það er ógeðslega vont.. og svo ALLT Í EINU springur hún.
Hann: Þú þarfnast hjálpar!

Engin ummæli: