1.7.04

Ég drekk nefnilega alltaf Myoplexið mitt á morgnana, þegar vatnið er enn heitt....
Það er eitthvað bannfært álagavatn í krananum inni á eldhúsi á minni deild. Það verður aldrei kalt fyrr en eftir hádegi. Alveg sama hvað ég læt það renna vel og lengi. Í krönum annara deilda, seitlar kalt og kætandi Gvendarbrunnavatn, glaðlega út eftir pöntunum.
Mér þætti gaman að koma krumlunum á galdraskækjuna sem lagði þessa grimmu bölvun á vatnið. Skækjunni myndi ég stilla fyrir framan litla húsið á sléttunni og neyða ofan í hana morgunheitt myoplex. Svo myndi ég segja henni hver Keyser Söse væri.

Engin ummæli: