12.7.04

Úff. Ég er með svo mikla túrverki að allar líkur eru á að ég muni slíta af þér hendurnar og troða þeim ofan í kokið á þér ef þú kemur of nálægt mér.
Vá. Ég man ekki hvenær ég fékk túrverki síðast. Þvílíkar vítiskvalir. Það er á stundum sem þessum sem ég bölva sjálfri mér fyrir að stunda ekki bardagaíþrótt. Ég hefði gott að því að lemja lífið úr einhverjum saklausum einstakling í hvítum búning með litað belti á þessari stundu.
Verst er að ég er ekki alveg í stuði fyrir svona "punkta". Mig langar ekkert að lemja einu sinni á nákvæmlega réttan stað fyrir ofan brisið og gaurinn liggur kaldur. Mig langar að taka tryllingskast á helvítið. Af hverju ætli það sé ekki til einhver divorce-bardagaíþrótt? Eða pína systkini style-bardagaíþrótt..
Heheh..fyndið hvað enginn af mínum vinum á neitt í mig í kvikyndishætti. Ég á bróður sem er bara einu ári eldri en ég og þurfti þar af leiðandi að kunna allan skalann af fantabrögðum. Olnbogi-á milli vöðva á lærinu er magnaður. Líka ritvélin og að ýta ítrekað ofan á augnlokin.

Engin ummæli: