5.7.04

Úff. Alveg gæti ég gubbað á fólk sem nennir að eiga sömu samtölin aftur og aftur. Oft eru þeirra input í þessi samtöl meira að segja tekin beint frá einhverju öðru fólki, sem hefur áður átt sama samtal.

Samtal sem ég er alveg komin með fjólubláar af í dag, byrjar á þennan mátann:
"Mikið er ég súr yfir því að Grikkirnir skildu vinna í gær. Þeir spila svo leiðinlegan fótbolta".

Þetta nennir fólk að tala um aftur og aftur og aftur. Ekkert nýtt kemur inn í umræðuna og engin megin niðurstaða næst heldur. Ekki veit ég hvernig sama fólk myndi höndla það ef ég væri að impra á "Mikið er ég glöð yfir því að Charmed sé aftur komið á dagskrá" umræðunni, oft á dag.

Að lokum vil ég bara segja eitt: Spila þeir leiðinlegan fótbolta segið þið? Öfugt við allan... skemmtilega fótboltann þarna úti??

Engin ummæli: