26.7.04

Fáar konur kunna sannarlega að meta gleðina sem fylgir því að velja lítið pils á útsölu, án þess að hafa áhyggjur af því hvort það muni passa
- Ósk Ólafsdóttir


Jámm. Þið megið hafa þetta eftir mér. Ég er allavega komin heim frá Akureyri og það var alveg afskaplega gaman. Annað sem mér þætti gaman væri að finna hönnuðinn sem taldi að bikiní, vírar og plast perlur færu vel saman. Hann myndi ég slá ítrekað með upprúlluðu dagblaði. VONDUR HÖNNUÐUR! VONDUR!!

Ný vika framundan. Er eitthvað svo ægilega spennt fyrir henni eitthvað, þó það sé ekkert spes á dagskrá. Kannski ég finni mér bara eitthvað spes!

Engin ummæli: