4.7.04

Þetta var ÓSKaplega góð, laaaazy helgi. Mjög svo gaman og mikil afslöppun og snúllerí. Ég stóð við það sem ég sagði og fékk mér ekkert vín að súpa. Það var svolítið erfitt að fara út að borða og drekka appelsín og vatn með fína, fína matnum sínum. Mér líður samt mjórri nú þegar!
Við horfðum á tvær myndir þennan Helgan.
Mystic River er hræðileg. Það eina sem ég fer fram á er að mér líði aðeins betur þegar ég hef horft á heila bíómynd heldur en áður en ég byrjaði að horfa. Eftir þessa viðbjóðslegu mynd var ég bara tilfinningalegt járnbrautaslys. Það tók mig alveg tvo tíma að jafna mig. Þetta er ástæða þess að ég horfi yfirleitt ekki á dramamyndir. Auðvitað eru til undantekningar. Shawshank Redemption var t.d. mikil snilld, enda endaði hún fallega. Þetta var ekkert léleg mynd, en mér dettur ekki í hug að mæla með henni. Myndir sem láta manni líða illa eru ekkert merkilegar. Það er eins og að borga fyrir að láta einhvern koma illa fram við sig í tvo tíma. Særingamaðurinn!
..eftir þennan viðbjóð fékk ég sko að velja næstu mynd. Mig langaði að leygja Mouse Hunt, en Laugarásvideomennirnir áttu hana ekki á DVD svo að ég tók Lilo & Stitch. Það er aftur á móti filma sem ætti að neyða hvern mann til þess að horfa á. Það er ekki nokkur séns á því að vera súr eftir að hafa horft á hana. *Elsk*

Annars gerðum við ýmislegt sniðugt. Fórum á listasafn, á útsölur (ekki veit ég hvernig ég hef lifað hingað til án þess að eiga bleikan jakka. Það hefur nú verið leiðrétt), átum hvítar oreos og snakk, fórum út að borða, kúrðum, kíktum í mat til mömmu og pabba og tókum bæjarrölt með túristunum.

Næsta Helga getur verið að mig langi í ótrúlegu... :o)

Engin ummæli: