7.7.04

Það er eitthvað rotið í Danmerkur fylki
Djöfulsins fáviti var Stefán Hristispjót. Danmörk er ekkert fylki. Danmörk er land eins og England, Frakkland og Skagaströnd.
En já, tilgangur fyrirsagnarinnar var aðeins að sýna ykkur hversu vel ég er lesin (Bæði búin að lesa "Big book of quotes" og "How to be ridiculously well read in one evening" sko..), en ekki halda ykkur á barmi fullnægingar að völdum orðasnilli minnar neitt frekar.
Í stuttu máli var þetta ekki glæsileg myndlíking fyrir eitthvað magnað. Það koma ekki rósir, hvolpar og nýbakaðir kanilsnúðar út þegar ég prumpa. Því miður! Það eina sem er rotið.. held ég... er kjúklingaskinkan sem ég tók með mér í vinnuna. Ég þori ekki að borða hana. Ekki nema einhver sé tilbúinn til að borga mér.. kvah.. fimmtíu kaaaall!!

Engin ummæli: