6.7.04

Í dag varð ég loksins fullorðin. Í dag get ég loksins séð sjónarmið Kjartans galdrakarls og andúð hans á strumpum. Einhvern veginn hef ég alltaf flokkað greyjið sem vondakallinn og aldrei reynt að setja mig í hans spor.
Ég yrði líka rosalega frústreruð ef ég þekkti hóp af fólki sem væri alltaf í góðu skapi. Líka á morgnana. Ég yrði ekkert sátt ef einhver væri að tala við mig og skipti út öðru hverju orði fyrir "strump". Mér þætti ekkert gaman ef ég hefði verið lögð í einelti alla mína tíð og hefði sætt andlegri misnotkun af höndum móður minnar, og ekki einu sinni þessir aðilar (sem leika sér meira að segja við flugur! VIÐ FLUGUR!!) vildu leika við mig. Ég væri ekkert hrifin af þeirra bóheimsstíl og sveppatrippum alltaf hreint heldur.

Næst þegar ég horfi á strumpana, þá held ég með Kjartani og Esmeröldu (Brandur er sem sagt klæðskiptingur. Heitir Esmeralda upp á enskuna, en breytti um kyn þegar hann flutti til annars lands sem ekki vissi um hans sanna identety)

Engin ummæli: