9.7.04

Bitra útvarpsstöðva færslan
Það eru þrjár útvarpsstöðvar á Íslandi (reynið ekki að ljúga einhverju öðru að sjálfum ykkur), og þær eru allar vondar.

Radio Reykjavík
Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að þeir hafi ekki hundsvit á rokki. Annars er ég ekki karlmaður á aldrinum 16-40 eða hvað sem markhópurinn átti að vera, svo það getur verið að þetta sé rokk sem þeir fíla. Auðvitað slæðast inn góð lög þarna inn á milli, en mér finnst þeir bara spila lög sem hafa einhverntímann verið á efsta sæti á einhverjum vinsældarlista, síðustu 30 árin eða svo.
Það er svona.. hmm.. svolítið eins og ef kona fer á dansiball og DJ-inn spilar bara lög af "pottþétt diskó". Það er svolítið eins og eftir að Rob Zombie uppgvötvaði að hann hefði hannað stíl sem virkaði og eftir það voru öll lögin hans nákvæmlega eins.
Ég meiði mig líka þegar einhver reynir að tala. Um daginn hélt einhver maður langa ræðu um hvers vegna það hafði komið svona mikið hljóð fyrir eitthvað lag, og endaði hana á "tæknin gerir ekki boð á undan sér".
What? - Ég var bara að labba hérna.. og svo brást bara allt í einu á með þráðlausu interneti og myndavélasímum. Tæknin gerir sko ekki boð á undan sér!!!

X-ið
Eina radíóið sem... rokkar? Ég skal nú bara segja ykkur það, að ég hef löngum blótað PoppTíVí sem er oft í gangi þegar ég er að flaupa, fyrir vonda tónlist. Það er sérstaklega eitt ógeðisviðbjóða hiphop lag sem hefur farið í taugarnar á mér, enda hiphop subform tónlistar og textinn tilgerðarlegur. Millikaflinn goes a little something like this:
What's your name? What's your number?
I would like to get to know you,
Can we have a conversation?
The night is young, Girl
Give me a chance

So forking what að Cypress Hill sé að syngja þetta? Hafa þeir í alvörunni einhvern tímann verið svalir?? Aaaanope! Um daginn heyrði ég þetta lag á X-inu. Xið er PoppTíVí! Fyrir utan það, að ef eitthvað vont lag er í spilun, þá heyrir kona það 4x á leiðinni heim úr vinnunni, vegna þess að þeir eru með svona 2ja laga playlista.
Jæja, en segjum sem svo að ég hefði brennandi áhuga á tónlistinni sem væri spiluð þarna, þá væri samt ekki nokkur séns fyrir mig að hlusta á þessa útvarpsstöð, vegna þess að mesti parturinn fer í eitthvað leiðinlegt tal.
Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að tvíhöfði hætti að vera fyndinn, eða ég hætti að vera fimmtán, en ég get ekki lengur hlustað á það prógram lengur en í 2-3 mínútur. Freysi, sem er í gangi þegar ég fer úr vinnunni er hálfviti. Ég meina ekki hálfviti eins og í ógeðslega rætinn og eadgy. Ég meina hálfviti eins og í "ekki gáfaðari en poppkex". Mér líður eins og ég hafi hrapað um 10 greindavísitölustig í hvert skipti sem ég hlusta á hann. Báðir aðilar draga FM-hnakkann hann Stjána inn við hvert tækifæri.

Skonrokk
Phu-lease! Stúlka þarfnast hliðarskammts af metal, pönki og dauðarokki til þess að vaxa og dafna. Mér líður alltaf eins og ég ætti að fara að vinna í garðinum og blása sápukúlur þegar ég hlusta á Skonrokk. Lögin sem eru spiluð þar finnst mér líka öll næstum því eins. Sum eru alveg tussu góð já. Það heyrist stundum í The Police, Led Zeppelin og fleirri gömlum vinum mínum, en þá eru yfirleitt spiluð nákvæmlega sömu lögin með þeim.
Hvað er líka málið með að setja tvíhöfða þangað LÍKA á morgnana?? Hafa hann bara á öllum stöðvum og líka í sjónvarpinu? Væri það ekki fínt?

Engin ummæli: